top of page


Það þarf ekki alltaf að setja lista
Hér lögðum við parket ... Það þurfti að líma þetta parket niður og það er almennt töluvert tímafrekara en ef því er sleppt. Venjulega þegar sett er kítti meðfram veggjum í stað gólflista er parketið límt niður til að koma í veg fyrir að það gangi aðeins til eins og hefðbundir gólflistar gefa svigrúm fyrir. Í svona verki þarf líka að vanda mjög frágang við veggi og passa að það sé jafn mikið bil allstaðar, frá parketi að vegg, því það verður ekki falið með gólflistum. Það er þ
Eyrún Guðmundsdóttir
1 day ago


Endurnýting á notuðu parketi
Við lögðum parket á litla íbúð sem verið var að taka í gegn og skipta um allt. Eigendur höfðu fengið gefins parket af annarri íbúð sem verið var að gera upp og vildu ólm athuga hvort ekki væri hægt að nýta það. Við fórum og skoðuðum íbúðina og parketið og sáum að þetta yrði möguleiki en væri töluverð vinna því það þurfti að líma samskeytin saman og svo auðvitað passa að fjalirnar myndu raðast saman því það var nú þegar búið að saga margar í sundur. Við tókum þetta að okkur og
Eyrún Guðmundsdóttir
1 day ago


Lagfæring
Í þessu verkefni voru eigendur að rífa niður vegg og þá þurfti að leggja parket í gatið sem myndaðist. Við þurftum að taka nokkrar fjalir frá til að púsla þessu vel og snyrtilega saman svo lokaútkoman væri falleg. Þetta var ekki stórt verkefni en vandasamt engu að síður. Eftir púslið og endurlögnina lökkuðum við yfir svæðið.
Eyrún Guðmundsdóttir
1 day ago


Síldarbeinaverk
Hér unnum við í nýrri íbúð þar sem húseigendur vildu hafa fallegt síldarbeinaparket og unnum við það verk fljótt og vel. Við tókum 2-3 daga í verkið þar sem þurfti að leggja undirlag, parketið og lista. Einnig fer alltaf tími í undirbúning og frágang. Hér voru settir hvítir gólflistar við dökka parketið og finnst okkur þetta koma mjög vel út. Okkur finnst alltaf gaman að sjá mismunandi parket sem fólk velur og gólflistana við. Möguleikarnir eru endalausir og alltaf gaman að s
Eyrún Guðmundsdóttir
2 days ago


Ný heimasíða
Ný vefsíða komin í loftið. Við reynum að gera okkar besta til að hafa upplýsingarnar á vefsíðunni aðgengilegar og auðveldar. Við viljum að þið hafið greiðan aðgang að upplýsingum um efnið sem við leggjum og þess háttar. Við leggjum allar gerðir af parketi, vínil, laminat, harðparket, viðarparket, síldarbeinaparket. Setjum gólflista, járnlista eða kítti og getum einnig flotað gólf. við reynum að hafa vefsíðuna með nýjustu upplýsingum og erum dugleg að uppfæra hana.
Eyrún Guðmundsdóttir
2 days ago
Bloggið okkar
_________________
bottom of page


