Það þarf ekki alltaf að setja lista
- Eyrún Guðmundsdóttir
- 2 days ago
- 1 min read
Hér lögðum við parket ... Það þurfti að líma þetta parket niður og það er almennt töluvert tímafrekara en ef því er sleppt. Venjulega þegar sett er kítti meðfram veggjum í stað gólflista er parketið límt niður til að koma í veg fyrir að það gangi aðeins til eins og hefðbundir gólflistar gefa svigrúm fyrir. Í svona verki þarf líka að vanda mjög frágang við veggi og passa að það sé jafn mikið bil allstaðar, frá parketi að vegg, því það verður ekki falið með gólflistum. Það er því töluvert meiri vinna sem fer í svona verk en lokaútkoman er yfirhöfuð mjög falleg. Það hentar ekki öllum að vera með gólflista og því er þessi lausn frábær möguleiki.
































Comments