top of page
  • Facebook
  • Instagram
Search

Endurnýting á notuðu parketi

Við lögðum parket á litla íbúð sem verið var að taka í gegn og skipta um allt. Eigendur höfðu fengið gefins parket af annarri íbúð sem verið var að gera upp og vildu ólm athuga hvort ekki væri hægt að nýta það. Við fórum og skoðuðum íbúðina og parketið og sáum að þetta yrði möguleiki en væri töluverð vinna því það þurfti að líma samskeytin saman og svo auðvitað passa að fjalirnar myndu raðast saman því það var nú þegar búið að saga margar í sundur. Við tókum þetta að okkur og settum ,,nýja" parketið á íbúðina. Eigendurnir voru ánægðir með lokaútkomuna og við líka en það er ekki oft sem við fáum verkefni þar sem við þurfum að vinna með notað parket.


 
 
 

Comments


bottom of page